Jason á skotskónum á Englandi (myndskeið)

Jason Daði Svanþórsson fagnar marki með Grimsby.
Jason Daði Svanþórsson fagnar marki með Grimsby. Ljósmynd/Grimsby

Jason Daði Svanþórsson gerði mark Grimsby er liðið mátti þola tap, 2:1, gegn Lincoln í neðrideildabikar Englands í fótbolta í gærkvöldi.

Jason lék seinni hálfleikinn með Grimsby og kom liðinu yfir á 58. mínútu. Því miður fyrir Jason og félaga dugði það ekki til.

Jason hefur nú gert tvö mörk fyrir Grimsby, sem leikur í ensku D-deildinni, síðan hann kom til félagsins frá Breiðabliki.

Mark Jasons má sjá hér fyrir neðan.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert