Liverpool-maðurinn fyrrverandi leggur skóna á hilluna

Joel Matip og Mehdi Taremi eigast við í leik Liverpool …
Joel Matip og Mehdi Taremi eigast við í leik Liverpool og Porto í Meistaradeildinn fyrir þremur árum. AFP

Knattspyrnumaðurinn Joel Matip hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna, 33 ára að aldri, nokkrum mánuðum eftir að samningur hans við Liverpool rann út.

Þýski miðillinn Ruhr Nachrichten greinir frá.

Matip hefur ekki fundið sér nýtt félag á undanförnum mánuðum eftir átta ára dvöl hjá Liverpool.

Áður hafði hann leikið með Schalke í Þýskalandi, þar sem hann fæddist og ólst upp, en lék svo fyrir landslið Kamerún.

Matip sleit krossband í hné í desember á síðasta ári og lék því ekkert með Liverpool á þessu ári.

Hann vann ensku úrvalsdeildina og Meistaradeild Evrópu með Liverpool auk ensku bikarkeppninnar og enska deildabikarsins í tvígang.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert