Lee Carsley, bráðabirgðaþjálfari enska karlalandsliðsins í knattspyrnu, virðist ekki bjartsýnn á að landa starfinu til frambúðar og kveðst vonast til þess að snúa aftur til starfa hjá enska U21-árs landsliðinu.
Undir stjórn Carsley vann England fyrstu tvo leiki sína í B-deild Þjóðadeildar Evrópu en tapaði svo í þriðja leiknum í gærkvöldi, á heimavelli fyrir Grikklandi.
Eftir fyrstu tvo leikina fór hluti ensku pressunnar að kallað eftir því að Carsley yrði ráðinn til frambúðar en sjálfur sagðist hann hissa á því.
„Ég var ansi hissa á því eftir síðasta landsleikjaglugga þegar fjallað var um að starfið væri mitt, það væri mitt að tapa því og þar fram eftir götunum. Verkefni mitt hefur verið skýrt.
Ég sé um þrjá landsleikjaglugga, við eigum þrjá leiki eftir og svo vonandi fer ég aftur til U21-árs landsliðsins. Þetta hefur nánast ekki haft nein áhrif,“ sagði Carsley á fréttamannafundi eftir tapið fyrir Grikkjum í gær.