Enska knattspyrnufélagið Nottingham Forest ætlar að áfrýja 750.000 punda sekt sem það fékk frá enska knattspyrnusambandinu, vegna færslu á samfélagsliðinum X um dómarann Stuart Atwell.
Forest birti harðorða yfirlýsingu eftir 2:0-tap fyrir Everton þar sem heilindi Attwells sem dómara voru dregin í efa og bent á að hann væri stuðningsmaður Luton Town, sem var í harðri botnbaráttu við Forest og Everton á síðasta tímabili.
Forest var ósátt við að fá ekki dæmdar þrjár vítaspyrnur í leiknum og kvaðst hafa beðið um að Attwell yrði skipt út sem VAR-dómara fyrir leikinn en að á beiðni félagsins hafi ekki verið hlustað.
Sjálfstæð nefnd komst að þeirri niðurstöðu að Forest hafi með yfirlýsingu sinni ráðist gegn heilindum dómara og að árásin eigi sér vart samanburð.
Forest er ekki sátt og gaf út aðra yfirlýsingu í gær.
„Við erum mjög áhyggjufull yfir því að knattspyrnusambandið vildi fyrst sekta okkur um meira en milljón pund, áður en upphæðin var lækkuð.
Það er ósanngjörn refsing, eins og sektin sem við enduðum á að að fá. Þetta er mjög óhófleg upphæð,“ segir m.a. í yfirlýsingunni.