Hæstánægðir með rauða spjaldið á van Dijk

Virgil van Dijk vikið af velli í gærkvöldi.
Virgil van Dijk vikið af velli í gærkvöldi. AFP/Attila Kisbenedek

Stuðningsmenn Liverpool virðast almennt glaðir með rauða spjaldið sem fyrirliðinn þeirra Virgil van Dijk fékk með hollenska landsliðinu gegn því ungverska í Þjóðadeildinni í gærkvöldi.

Van Dijk fékk sitt annað gula spjald á 79. mínútu og er því í banni gegn Þýskalandi á útivelli á mánudag.

Fær hann því rúma viku til að hvíla sig fyrir leik Liverpool og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn kemur.

Margir stuðningsmenn Liverpool lýstu yfir ánægju með rauða spjaldið á samfélagsmiðlinum X. Hér fyrir neðan má sjá nokkur dæmi.

@LFC_Lucas_ : „Þetta var taktískt hjá Van Dijk og nú fær hann viku til að hvíla sig fyrir leikinn gegn Chelsea. Við elskum þennan leik!“

@RufflesMoneyXx: „Frábærar fréttir að Van Dijk hafi fengið rautt spjald. Hann missir af leiknum við Þýskaland, helst heill og í góðu standi fyrir leikinn gegn Chelsea á Sunnudag.“

@Kennyllorente: „Van Dijk fékk rautt spjald. Frábært kvöld. Nú fær hann hvíld þessa helgi og fram að næstu viku. Guð er góður.“

@Tweets_by_Sayan „Van Dijk fékk rautt. Ég er ánægður með að hann fái hvíld.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert