Jason lagði upp sigurmarkið

Jason Daði Svanþórsson var í byrjunarliði Grimsby í dag.
Jason Daði Svanþórsson var í byrjunarliði Grimsby í dag. Ljósmynd/Grimsby

Jason Daði Svanþórsson lagði upp sigurmark Grimsby gegn Salford í ensku D-deildinni í dag.  

Luca Barrington kom Grimsby yfir á fyrstu mínútu leiksins. Cole Stockton jafnaði metin fyrir Salford þegar stundarfjórðungur var liðinn af leiknum. 

Sigurmarkið kom síðan í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Jason átti stoðsendingu á Barrington sem skoraði annað mark sitt og annað mark Grimsby.  

Grimsby er í áttunda sæti deildarinnar með 18 stig eftir 11 umferðir.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert