Mohamed Salah mun ekki spila seinni leik Egyptalands gegn Máritaníu í undankeppni Afríkukeppninnar á þriðjudaginn.
Salah óskaði þess að fara heim til Liverpool eftir fyrri leikinn en Egyptar sökuðu andstæðinga sína frá Máritaníu um að vera ofbeldisfullir á velli.
Egyptar eru komnir í lokakeppnina á næsta ári og því ekki mikið til að spila um.
Salah er í mikilli toppbaráttu með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni en liðið situr á toppnum með 18 stig eftir sjö leiki.