Liverpool-maðurinn vill skora meira

Darwin Núnez og Luis Díaz fagna marki í leik með …
Darwin Núnez og Luis Díaz fagna marki í leik með Liverpool. AFP/Paul Ellis

Kólumbíski knattspyrnumaðurinn Luis Díaz, kantmaður Liverpool, viðurkennir að hann hafi það að markmiði að skora fleiri mörk á yfirstandandi tímabili en hann hefur áður gert.

„Við skulum vona það, það er allavega hugmyndin. Ég er alltaf að hugsa um að hjálpa liðinu, sem er mikilvægt. Ég held að það væri góð tala,“ sagði Díaz á fréttamannafundi fyrir leik Kólumbíu gegn Síle í undankeppni HM 2026 í kvöld.

Talan sem hann vísar til er 13, en Díaz skoraði 13 mörk í öllum keppnum á síðasta tímabili og hefur ekki skorað fleiri mörk á einu tímabili fyrir Liverpool.

Hann hefur hins vegar þegar skorað fimm mörk í níu leikjum á yfirstandandi tímabili og er bjartsýnn á að geta bætt eigin árangur.

„Ég reyni alltaf að bæta mig á hverju ári, að gera betur en á árinu á undan, og mörkin og stoðsendingarnar koma þá af sjálfu sér,“ sagði Díaz.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert