Tuchel í viðræður við enska sambandið

Thomas Tuchel.
Thomas Tuchel. AFP/Kirill Kudryavtsev

Þjóðverjinn Thomas Tuchel hefur hafið viðræður við enska knattspyrnusambandið um að taka við sem landsliðsþjálfari karlaliðsins.

Sky Sports greinir frá því að sambandið eigi í viðræðum við fulltrúa Tuchel og að hann sé efstur á blaði hjá því.

Tuchel hefur verið atvinnulaus frá því í maí þegar hann var leystur frá störfum hjá karlaliði Bayern München.

England er án þjálfara eftir að Gareth Southgate sagði starfi sínu lausu eftir EM 2024 í Þýskalandi í sumar.

Lee Carsley hefur stýrt enska landsliðinu til bráðabirgða á meðan leit stendur yfir að nýjum þjálfara. Carsley hefur unnið þrjá leiki og tapað einum í B-deild Þjóðadeildar Evrópu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert