Verður næsti landsliðsþjálfari Englands

Thomas Tuchel.
Thomas Tuchel. AFP/Michaela Stache

Þjóðverjinn Thomas Tuchel verður næsti þjálfari enska karlalandsliðsins í knattspyrnu.

Það er BBC sem greinir frá þessu en Tuchel, sem er 51 árs gamall, stýrði síðast Bayern München í heimalandinu.

Þjóðverjinn verður aðeins þriðji erlendi þjálfarinn til þess að stýra enska landsliðinu á eftir Ítalanum Fabio Capello og Svíanum Sven-Göran Eriksson.

Enska knattspyrnusambandið hefur verið í þjálfaraleit frá því í sumar þegar Gareth Southgate lét af störfum eftir að hafa stýrt liðinu í átta ár. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert