Frá Laugardalsvelli til Manchester?

Ítalinn Vincenzo Montella þjálfar tyrkneska karlalandsliðið.
Ítalinn Vincenzo Montella þjálfar tyrkneska karlalandsliðið. mbl.is/Hákon

Ítalinn Vincenzio Montella er nýjasti maðurinn til að vera orðaður við Manchester United. 

Hollendingurinn Erik ten Hag, knattspyrnustjóri karlaliðs United, er undir mikilli pressu eftir afleita byrjun á tímabilinu en United-liðið er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. 

Tyrkneskir miðlar greina nú frá því að Montella sé kominn á óskalista United yfir mögulega arftaka ten Hags. 

Montella er landsliðsþjálfari Tyrklands en undir hans stjórn hefur tyrkneska liðið orðið með sterkari liðum Evrópu. 

Tyrkland vann einmitt Ísland, 4:2, á Laugardalsvelli í B-deild Þjóðadeildarinnar síðastliðið mánudagskvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert