„Pep Guardiola er lúser“

Pep Guardiola er knattspyrnustjóri Manchester City.
Pep Guardiola er knattspyrnustjóri Manchester City. AFP/Oli Scarff

Spánverjinn Pep Guardiola var orðaður við stöðu landsliðsþjálfara Englands í knattspyrnu karla en Þjóðverjinn Thomas Tuchel tók við starfinu í gær. 

Draumur Englendinga var að fá Guardiola, sem er stjóri Manchester City, eftir tímabilið en svo verður ekki. 

Vinsæli miðilinn GOAL tók saman sigurvegara og lúsera eftir ráðningu Tuchel og nefndi meðal annars að enskir þjálfarar væru lúserar. 

Þá taldi miðilinn að Pep Guardiola væri lúser fyrir að taka ekki við starfinu. Vitnaði hann í þær 115 ákærur sem Manchester City á yfir höfði sér. 

„Samningur Guardiola við Mancdhester City rennur út næsta sumar og félagið gæti enn átt yfir höfði sér strangar refsingar fyrir meint brot á fjármálareglum deildarinnar. Þar sem íþróttastjórinn Txiki Begiristain er að fara eftir tímabilið þá ætti þetta að vera rétti tíminn fyrir Guardiola til að yfirgefa félagið,“ stóð þar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert