Gleðifréttir af lykilmönnum Arsenal

Bukayo Saka er ekki alvarlega meiddur.
Bukayo Saka er ekki alvarlega meiddur. AFP/Glyn Kirk

Bukayo Saka, Kai Havertz og Gabriel Martinelli gætu allir verið með þegar Arsenal heimsækir Bournemouth í síðdegisleik ensku úrvasldeildarinnar í fótbolta á morgun. 

Þetta staðfesti Mikel Arteta stjóri liðsins á blaðamannafundi í dag. 

Saka og Martinelli voru sendir heim frá sínum landsliðsverkefnum fyrr í vikunni en Havertz tók ekki þátt í landsliðsverkefni Þjóðverja. 

Arteta segir þá þrjá alla eiga möguleika á að spila gegn Bournemouth á morgun og því ljóst að ekki sé um alvarleg meiðsli að ræða. 

Kai Havertz og Gabriel Martinelli.
Kai Havertz og Gabriel Martinelli. AFP/Ian Kington
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka