Mikil óvissa ríkir á meðal stuðningsmanna Liverpool um framtíð Trents Alexanders-Arnolds, varnarmann knattspyrnuliðsins.
Alexander-Arnold, sem er 26 ára og uppalinn hjá Liverpool, verður samningslaus næsta sumar.
Honum er frjálst að ræða við önnur félög strax í janúar en forráðamenn Liverpool vinna nú hörðum höndum að því að endursemja við leikmanninn.
Evrópumeistarar Real Madrid eru sagðir hafa mikinn áhuga á bakverðinum en Arne Slot stjóri Liverpool var spurður út í stöðu Alexanders-Arnolds á blaðamannafundi í dag.
Hvað er í gangi með Trent Alexander-Arnold?
„Sama spurning, sama svar. Við erum alltaf að ræða við leikmennina en það er eðlilegt að þið spyrjið,“ sagði Hollendingurinn.