Knattspyrnumaðurinn Axel Tuanzebe, varnarmaður Ipswich Town, var nálægt því að missa þumalputta þegar hann slasaðist við að vaska upp fyrr í mánuðinum.
Tuanzebe má vænta þess að vera frá keppni í nokkra mánuði vegna meiðslanna.
„Hann var mjög nálægt því að missa þumalputtann. Hann gekkst undir skurðaðgerð til þess að laga sinar í þumalputtanum sem skaddaðist. Ég held að endurhæfingin sé að ganga ansi vel en þetta eru langtímameiðsli.
Eins mikið og það hljómar eins og þetta sé frekar sakleysislegur líkamhsluti hvað knattspyrnu varðar er þetta ansi mikilvægur líkamshluti þegar kemur að líffærafræði mannsins. Hann verður að leyfa þessu að jafna sig,“ sagði Kieran McKenna, knattspyrnustjóri Ipswich, á fréttamannafundi í dag.