Preston hafði betur gegn Coventry, 1:0, í ensku B-deildinni í knattspyrnu karla í dag.
Eftir erfiða byrjun hefur Preston nú unnið tvo leiki og gert eitt jafntefli í síðustu þremur í deild.
Liðið situr í 16. sæti deildarinnar með tólf stig.
Landsliðsmaðurinn Stefán Teitur Þórðarson var í byrjunarliði Preston en fór af velli á 68. mínútu.
Þá sat Guðlaugur Victor Pálsson allan tímann á bekknum í 5:0-tapi Plymouth fyrir Cardiff.
Plymouth-liðið er í 19. sæti með ellefu stig.