Gjörsamlega missti hausinn og uppskar rautt (myndskeið)

Mohammed Kudus, einn besti leikmaður West Ham, gjörsamlega missti hausinn í tapi fyrir Tottenham, 4:1, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á heimavelli Tottenham í gær. 

Kudus fékk rauða spjaldið á 86. mínútu eftir VAR-athugun. Hann hafði fyrr í leiknum komið West Ham yfir en Tottenham skoraði næstu fjögur mörk og vann leikinn, 4:1. 

Eftir hnoð við Micky van de Ven varnarmann Tottenham ýtti van de Ven í Kudus. Kudus tók ekki vel í það og sló van de Ven í andlitið. 

Hann fór síðan í fleiri menn eftir atvikið en myndskeið af því má sjá hér að ofan. Mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert