Ótrúleg endurkoma og rautt spjald (myndskeið)

Leicester vann Southampton, 3:2, eftir að hafa lent 2:0 undir í nýliðaslag í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í gær. 

Cameron Archer og Joe Aribo sáu til þess að Southampton var 2:0 yfir í hálfleik. 

Í seinni hálfleik minnkaði Dacundo Buonanotte muninn, 2:1, og Jamie Vardy jafnaði metin úr vítaspyrnu eftir að Ryan Fraser fékk rautt spjald fyrir að verja með hendi. 

Sigurmarkið kom svo á áttundu mínútu uppbótartímans en það skoraði Jordan Ayew, 3:2. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka