Wood með sigurmarkið í Skírisskógi

Chris Wood tekur skot á lofti í leiknum í kvöld.
Chris Wood tekur skot á lofti í leiknum í kvöld. AFP/Paul Ellis

Chris Wood reyndist hetja Nottingham Forest þegar hann skoraði sigurmarkið í 1:0-sigri á Crystal Palace í áttundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla í Nottingham í kvöld.

Wood skoraði sigurmarkið á 65. mínútu og hefur hafið tímabilið með besta móti enda er Nýsjálendingurinn búinn að skora fimm mörk í fyrstu átta leikjunum í úrvalsdeildinni.

Forest fór með sigrinum upp í áttunda sæti þar sem liðið er með 13 stig og hefur aðeins tapað einum leik á tímabilinu.

Palace er enn í leit að sínum fyrsta sigri á tímabilinu og er í 18. sæti, fallsæti, með aðeins þrjú stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka