Arsenal eins og körfuboltalið

Mikel Merino í leik með Arsenal gegn Bournemouth um síðustu …
Mikel Merino í leik með Arsenal gegn Bournemouth um síðustu helgi. AFP/Glyn Kirk

Spænski knattspyrnumaðurinn Mikel Merino, miðjumaður Arsenal, segir að sér líði eins og hann hafi samið við körfuboltalið vegna þess hversu hávaxnir samherjar hans hjá enska félaginu séu.

Merino er sjálfur 189 sentimetrar á hæð og hafði vanist því að vera með hávaxnari mönnum hjá Real Sociedad, þar sem hann lék í sex ár áður en Arsenal keypti varnartengiliðinn í sumar.

Þetta er alveg klikkað. Ég er á ganginum í byggingunni við æfingavöllinn og er bara að labba. Hjá gamla félaginu mínu var ég venjulega einn af þeim hæstu, allir voru lægri en ég.

Nú lít ég í kringum mig og það eru allir hærri en ég. Við lítum út eins og körfuboltalið,” sagði Merino á fréttamannafundi í gær.

Eitthvað virðist Spánverjinn hafa til síns máls þar sem níu leikmenn Arsenal eru svipaðir á hæð og hann eða hærri.

Arsenal fær Shakhtar Donetsk í heimsókn í þriðju umferð deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert