Enska knattspyrnusambandið hefur opinberað að ástæðan fyrir því að það úrskurðaði Evangelos Marinakis, eiganda Nottingham Forest, í fimm leikja bann frá leikvöngum á Englandi var vegna þess að hann hafi hrækt í grennd við dómara eftir leik.
Marinakis hrækti á gólfið þegar dómarar leiks Forest gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni í síðasta mánuði gengu framhjá honum í göngunum á City Ground í Nottingham eftir 0:1-tap Forest í leiknum.
Í úrskurði nefndar sem tók málið fyrir sagði að ekki væri hægt að afsaka svo svívirðilegt dæmi um vanvirðingu sem væri til þess fallin að ýta undir vanvirðingu í garð dómara.