Borguðu Sir Alex 37 milljónir á mánuði

Sir Alex Ferguson
Sir Alex Ferguson AFP

Knattspyrnugoðsögnin Sir Alex Ferguson lætur af störfum sem sendiherra Manchester United eftir tímabilið. Sir Alex hefur þénað 200.000 pund, eða rúmar 37 milljónir króna, á mánuði í starfinu.

Íslandsvinurinn Jim Ratcliffe, sem stýrir knattspyrnuhluta félagsins, vill lækka launakostnað um 10 milljónir punda á ári og var samningi Fergusons því sagt upp.

Menn á borð við Eric Cantona og Rio Ferdinand hafa gagnrýnt félagið fyrir uppsögnina, en blaðamaðurinn Ewan Murray á The Guardian sér málið öðrum augum.  

Um 250 starfsmenn félagsins hafa misst vinnuna á undanförnum vikum og Murray skrifar að það hafði verið smekklaust að halda áfram að greiða hinum 83 ára gamla Ferguson himinhá laun á meðan lágtekjufólk er að missa vinnuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert