Lykilmaður Arsenal missir af Liverpool-leiknum

William Saliba fékk fyrst gult spjald sem var síðan uppfært …
William Saliba fékk fyrst gult spjald sem var síðan uppfært í rautt. AFP/Glyn Kirk

Franski varnarmaðurinn William Saliba er kominn í eins leiks bann en félag hans Arsenal ákvað að áfrýja ekki rauða spjaldinu sem hann fékk gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á laugardag.

Saliba fékk beint rautt spjald fyrir að taka brasilíska framherjann Evanilson niður við miðlínuna, en Evanilson var við það að sleppa í gegn í gott færi.

Með rauða spjaldinu varð Arsenal fyrsta liðið til að fá þrjú rauð spjöld í deildinni á leiktíðinni en þeir Leandro Trossard og Declan Rice hafa einnig fengið reisupassann á tímabilinu.

Saliba missir af stórleik Arsenal og Liverpool næstkomandi sunnudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka