Íslensku eigendurnir ráku þjálfarann

Ólafur Páll Snorrason í leik með FH á sínum tíma. …
Ólafur Páll Snorrason í leik með FH á sínum tíma. Hann er einn eigenda Burton Albion. Styrmir Kári

Enska knattspyrnufélagið Burton Albion hefur ákveðið að reka þjálfara karlaliðsins Mark Robinson. 

Sex Íslendingar eru á meðal eigenda Burton en félagið er í C-deild Englands. 

Liðið hefur byrjað tímabilið afleitlega og er í neðsta sæti C-deildarinnar með fjögur stig, sjö stigum frá öruggu sæti eftir ellefu umferðir. 

Þeirra á meðal eru Ólaf­ur Páll Snorra­son, fyrr­ver­andi at­vinnumaður í knatt­spyrnu og marg­fald­ur Íslands­meist­ari, og eig­in­kona hans Hrafn­hild­ur Ey­munds­dótt­ir, sem einnig var knatt­spyrnu­kona og lék með Fjölni.

Önnur hjón, þau Bogi Þór Sigurodds­son og Linda Björk Ólafs­dótt­ir, eru einnig á meðal eig­enda en þau voru bæði á lista Frjálsr­ar versl­un­ar yfir 50 rík­ustu Íslend­ing­ana á síðasta ári.

Þriðju hjón­in, Úlfar Stein­dórs­son og Jóna Ósk Pét­urs­dótt­ir, eru sömu­leiðis hluti af eig­enda­hópn­um.

Úlfar er for­stjóri Toyota á Íslandi og stjórn­ar­formaður Bláa lóns­ins. Hann var knatt­spyrnu­dóm­ari und­ir lok síðustu ald­ar og formaður ÍR um ára­bil í upp­hafi þess­ar­ar ald­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert