Margrét Lára: Góð ákvörðun hjá dómaranum

Margrét Lára Viðarsdóttir og Eiður Smári Guðjohnsen voru gestir Harðar Magnússonar í Vellinum á Símanum sport síðastliðið mánudagskvöld. 

Þau gerðu upp 8. umferð ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu en meðal annars ræddu þau um stórleik Liverpool og Chelsea. 

Í byrjun leiks togaði Tosin Adarabioyo Diogo Jota sóknarmann Liverpool niður eftir að hann var að sleppa einn í gegn við miðlínuna. 

Dómararnir mátu það sem svo að Levi Colwill, sem stóð við hliðin á, hafi verið hluti af leiknum og því gáfu þeir Tosin ekki rautt spjald. 

„Mér fannst þetta góð ákvörðun hjá dómaranum og leikurinn fékk að flæða,“ sagði Margrét Lára en umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka