Margrét Lára: „Þið vilduð selja hann“

Mohamed Salah skoraði fyrra mark Liverpool og lagði upp seinna í sigri á Chelsea, 2:1, í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu um helgina. 

Curtis Jones skoraði sigurmark Liverpool eftir frábæra sendingu Salah en í Vellinum á Símanum sport ræddu Margrét Lára Viðarsdóttir, Eiður Smári Guðjohnsen og Hörður Magnússon meðal annars um leikinn. 

„Ég ætla að minna ykkur á að maðurinn sem á þessa sendingu þarna og einnig stóran hluta í vítaspyrnunni og öllum færum Liverpool, þið vilduð selja hann í síðasta þætti,“ sagði Margrét en umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka