Belgíski knattspyrnusnillingurinn Kevin De Bruyne er líklega á sínu síðasta tímabili með Englandsmeisturum Manchester City.
Samlandi hans Sacha Tavolieri segir frá en samkvæmt honum er MLS-deildin í Bandaríkjunum farin að kalla á Belgann.
De Bruyne er á síðasta ári samnings síns við Manchester City en Tavolieri segir það vera ólíklegt að hann endursemji við félagið.
Þá er einnig áhugi á Belganum í Sádi-Arabíu.
De Bruyne er einn albesti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en hann hefur verið hjá Manchester City í níu ár. Þá hefur hann unnið sex Englandsmeistaratitla og Meistaradeild Evrópu.