Starf austurríska knattspyrnustjórans Olivers Glasners hjá Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni er sagt hanga á bláþræði þessa dagana.
Glasner, sem er fimmtugur, tók við stjórnartaumunum hjá Crystal Palace í febrúar á þessu ári þegar Roy Hodgson var rekinn.
Palace vann sex af síðustu sjö leikjum tímabilsins í deildinni í vor og liðið hafnaði í 10. sæti deildarinnar sem er besti árangur liðsins í sögu úrvalsdeildarinnar.
Bayern München reyndi að fá Glasner til Þýskalands í sumar og var tilbúið að borga Crystal Palace 18 milljónir evra fyrir Austurríkismanninn. Forráðamenn Palace sendu gagntilboð upp á 100 milljónir evra og ekkert varð úr skiptunum.
Það hefur hins vegar ekkert gengið upp hjá liðinu í upphafi tímabilsins og liðið er með 3 stig í 18. og þriðja neðstasæti deildarinnar. Þá hefur Palace ekki unnið leik í fyrstu átta umferðunum en liðið hefur gert þrjú jafntefli og tapað fimm leikjum.