Jack Wilshere, fyrrverandi knattspyrnumaður og þjálfari hjá Arsenal, hefur yfirgefið félagið og mun taka við nýju starfi hjá Norwich í ensku B-deildinni.
Wilshere verður í þjálfarateymi Danans Johannes Hoff Thorup hjá Norwich en hann stýrði U18-ára liði Arseanl eftir að knattspyrnuskórnir fóru á hilluna.
Wilshere, sem er aðeins 32 ára gamall, spilaði sinn fyrsta leik fyrir Arsenal aðeins 16 ára gamall og var vonarstjarna félagsins á þeim tíma.
Meiðsli settu þó stórt strik í reikninginn hjá Wilshere sem náði ekki að standa undir væntingum.