Manchester United enn í leit að fyrsta sigrinum

Daninn Christan Eriksen fagnar marki sínu.
Daninn Christan Eriksen fagnar marki sínu. AFP/Ozan Kose

Manchester United er enn í leit að fyrsta sigrinum í Evrópudeildinni í knattspyrnu karla eftir jafntefli gegn Fenerbahce, 1:1, í Tyrklandi í kvöld. 

Manchester United mætti þar gamla stjóra sínum Jóse Mourinho sem stýrir tyrkneska liðinu.

United er með þrjú stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar. 

Christian Eriksen kom United yfir á 15. mínútu leiksins en á 49. mínútu jafnaði Youssef En-Nesyri metin, 1:1, og þar við sat. 

Góð byrjun Tottenham

Tottenham fer mun betur af stað í Evrópudeildinni en liðið er með níu stig, fullt hús, eftir fyrstu þrjá leikina. 

Tottenham vann AZ Alkmaar frá Hollandi, 1:0, í Lundúnum í kvöld. 

Sigurmark Tottenham skoraði Brasilíumaðurinn Richarlison á 53. mínútu leiksins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert