Mourinho skaut fast á Manchester City

José Mourinho er nú knattspyrnustjóri Fenerbahce.
José Mourinho er nú knattspyrnustjóri Fenerbahce. AFP/Ozan Kose

José Mourinho, knattspyrnustjóri Fenerbahce í Tyrklandi, skaut á Manchester City á fréttamannafundi fyrir leik Fenerbahce gegn Manchester United í Evrópudeildinni annað kvöld.

Undir stjórn Mourinhos hafnaði Man. United í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni á eftir Man. City tímabilið 2017-18 og sagði Portúgalinn að enn væri mögulegt að Man. United ynni deildina.

„Ég tel okkur enn eiga möguleika á því að vinna þann titil því kannski verður Man. City refsað og kannski vinnum við þá deildina og þeir verða að greiða mér bónus og gefa mér gullverðlaunapening,“ sagði Mourinho.

Vísaði hann þar til þeirra fjölda kæra sem Man. City stendur frammi fyrir. Enska úrvalsdeildin lagði fram 115 kærur gegn enska félaginu vegna meintra brota á fjárhagsreglum deildarinnar og fari allt á versta veg fyrir það gætu Englandsmeistaratitlar verið dæmdir af liðinu og það dæmt niður um deildir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert