Slot pirraður: Varstu ekki á vellinum?

Arne Slot var ósáttur við spurningu blaðamanns í gærkvöldi.
Arne Slot var ósáttur við spurningu blaðamanns í gærkvöldi. AFP/Ronny Hartmann

Arne Slot knattspyrnustjóri Liverpool varð pirraður yfir spurningu á blaðamannafundi eftir sigur liðsins á Leipzig á útivelli í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöldi, 1:0.

Hollenski stjórinn sagði eftir 2:1-sigurinn á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag að sitt lið hafi ekki stjórnað leiknum nægilega vel.

Einn blaðamaður spurði Slot hvers vegna hans lið hafi ekki stýrt leiknum við Leipzig heldur. 

„Varstu ekki á vellinum? Fannst þér við ekki vera með yfirburði?“ spurði Slot ósáttur.

„Í byrjun og í lokin, nei,“ svaraði blaðamaðurinn og Slot svaraði um hæl:

„Þegar þú ert að spila á móti góðu liði á útivelli mun það alltaf eiga góða kafla. Eitt af því var eftir horn, en að mínu mati vorum við með yfirburði nánast allan leikinn,“ sagði Slot.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert