Trúði ekki eigin augum (myndskeið)

Nottingham Forest fór upp í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með sigri á Leicester, 3:1, á útivelli í kvöld.

Chris Wood skoraði tvö mörk fyrir Nottingham Forest, gegn sínu gamla liði. Jamie Vardy skoraði mark Leicester og trúði síðan ekki eigin augum þegar hann fékk ekki víti.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka