Yfirgefur Liverpool um áramótin

Fallows átti stóran þátt í að Liverpool fékk til sín …
Fallows átti stóran þátt í að Liverpool fékk til sín Virgil van Dijk og Alisson. AFP/Peter Powell

Enska knattspyrnufélagið Liverpool hefur tilkynnt að Dave Fallows, yfirmaður leikmannamála félagsins, muni yfirgefa herbúðir þess um áramótin.

Hinn 64 ára gamli Fallows átti stóran þátt í að Liverpool keypti leikmenn á borð við Virgil van Dijk, Alisson og Mohamed Salah, en hann hefur verið hjá Liverpool í tólf ár.

Áður en hann gekk í raðir Liverpool gegndi hann svipuðu hlutverki hjá Manchester City, Newcastle og Bolton.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert