Jafntefli í Liverpool

Beto fagnar jöfnunarmarkinu fyrir Everton gegn Fulham.
Beto fagnar jöfnunarmarkinu fyrir Everton gegn Fulham. AFP/Paul Ellis

Everton og Fulham skildu jöfn, 1:1, í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Goodison Park í Liverpool.

Alex Iwobi kom Fulham yfir á 61. mínútu eftir sendingu frá Emile Smith Rowe en á fjórðu mínútu í uppbótartímanum náði Beto að bjarga stiginu þegar hann jafnaði fyrir Everton, 1:1, eftir sendingu frá Ashley Young.

Fulham er í 10. sæti deildarinnar með 12 stig en Everton er í 15. sætinu með 9 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka