Dramatískt tap United í Lundúnum

Jarrod Bowen fagnar sigurmarkinu.
Jarrod Bowen fagnar sigurmarkinu. AFP/Glyn Kirk

West Ham hafði betur gegn Manchester United, 2:1, í 9. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla á London Stadium í dag. 

West Ham fór upp fyrir Manchester United með sigrinum og í 13. sæti deildarinnar með ellefu stig. United er með jafnmörg stig í 14. sæti en verri markatölu.

Manchester United óð í færum í fyrri hálfleik en Alejandro Garnacho fékk tvö góð skotfæri en náði ekki að nýta þau. 

Fyrirliðinn Bruno Fernandes fékk síðan dauðafæri á 12. mínútu en stangaði boltann yfir markið. 

Langbesta færið kom hins vegar á 32. mínútu þegar að Bruno sendi Diogo Dalot einan í gegn. Dalot kom boltanum fram hjá Lukasz Fabianski markverði West Ham og var með opið markið fyrir framan sig. Dalot hins vegar setti boltann einhvern veginn fram hjá. 

West Ham refsaði United í seinni hálfleik en varmaðurinn Crysencio Summerville kom heimamönnum yfir á 74. mínútu. 

Þá gaf Jarrod Bowen sendingu þvert fyrir á Danny Ings sem skaut en skotið breyttist í sendingu á Summerville sem var á fjærstönginni og potaði boltanum í netið, 1:0. 

Crysencio Summerville kemur West Ham yfir.
Crysencio Summerville kemur West Ham yfir. AFP/Glyn Kirk

Casemiro jafnaði metin fyrir United á 81. mínútu. Þá stangaði Dalot boltann fyrir á varamanninn Joshua Zirzkee sem skallaði hann á kollinn á Casemiro sem skoraði, allt jafnt 1:1. 

Casemiro jafnar metin fyrir Manchester United.
Casemiro jafnar metin fyrir Manchester United. AFP/Glyn Kirk

Unidr lok leiks fékk West Ham hins vegar vítaspyrnu eftir athugun dómarans David Coote í VAR-sjánni. 

Þá braut Matthjis de Ligt á Danny Ings inn í teig Manchester United að mati dómara leiksins. 

Á punktinn steig fyrirliðinn Jarrod Bowen en hann skoraði af öryggi, 2:1. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

West Ham 2:1 Man. United opna loka
90. mín. Aaron Cresswell (West Ham) kemur inn á +4
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert