Handboltavörn stoppaði Haaland ekki (myndskeið)

Erling Haaland skoraði eina markið í 1:0-sigri Manchester City gegn Southampton í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í gær.

Markið kom eftir aðeins fimm mínútur þegar Haaland potaði boltanum í netið þrátt fyrir fast faðmlag og peysutog frá varnarmanninum Jan Bednarek.

Markið og fleiri svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan. Mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann Sport.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka