Jafntefli í stórleiknum

Arsenal og Liverpool gerðu 2:2 jafntefli þegar liðin mættust í 9. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Emirates-leikvanginum í London í dag.

Liverpool er í öðru sæti með 22 stig og Arsenal í þriðja með 18 stig.

Leikurinn var frábær skemmtun í fyrri hálfleik og það tók ekki langan tíma fyrir Bukayo Saka að komast á blað í hans fyrsta leik eftir smávægileg meiðsli.  Ben White kom með langa sendingu upp völlinn og Saka brunaði af stað, Andrew Robertson hljóp hann uppi og komst fyrir framan hann en þá klobbaði Saka hann og setti boltann í netið.

Bukayo Saka skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins níu mínútur.
Bukayo Saka skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins níu mínútur. AFP/Adrian Dennis

 

Virgil van Dijk jafnaði metin aðeins níu mínútum síðar eftir hornspyrnu sem Trent Alexander-Arnold tók. Boltinn lenti á nær og þar fleytti Luis Diaz honum lengra inn í teig Arsenal þar sem van Dijk var mættur og stangaði hann i netið.

Virgil van Dijk að fagna jöfnunarmarkinu.
Virgil van Dijk að fagna jöfnunarmarkinu. AFP/Adrian Dennis

 

Á 43. mínútu skoraði Mikel Merino sitt fyrsta mark fyrir Arsenal en það kom eftir góða aukaspyrnu hjá Declan Rice. Boltinn fór á fjær þar sem Merino var mættur og skallaði boltann í nær.

Staðan 2:1 fyrir Arsenal eftir fjörugan fyrri hálfleik.

Mikel Merino kom Arsenal aftur yfir á 43. mínútu.
Mikel Merino kom Arsenal aftur yfir á 43. mínútu. AFP/Adrian Dennis

Seinni hálfleikur var ekki jafn orkumikill og spennandi en Liverpool tókst loks að skora jöfnunarmarkið á 80. mínútu.

Það skoraði Mohamed Salah eftir frábæra sendingu frá Darwin Núnez. Fullt af Arsenal-mönnum í teignum en Núnez tókst að þræða boltanum milli þeirra beint á Salah sem sendi boltann með vinstri fæti í vinstra hornið.

Á loka mínútu venjulegs leiktíma settu Arsenal-menn boltann í netið en Antony Taylor var búinn að dæma brot á Dominik Szoboszlai svo það fékk ekki að standa og leikurinn endaði 2:2.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Arsenal 2:2 Liverpool opna loka
90. mín. Boltin í marki Liverpool en Antony Taylor var búinn að flauta. Guð má vita fyrir hvað en eitthvað gerðist sem má ekki og menn þurfa bara að sætta sig við það.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert