Óvænt tap Tottenham – Palmer hetja Chelsea

Daniel Munoz og Destiny Udogie eigast við í dag.
Daniel Munoz og Destiny Udogie eigast við í dag. AFP/Henry Nicholls

Crystal Palace vann sinn fyrsta leik á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er liðið lagði Tottenham, 1:0, á heimavelli í dag. Jean-Philippe Mateta skoraði sigurmarkið á 31. mínútu.

Með sigrinum fór Palace upp úr fallsæti en liðið er nú með sex stig eftir níu leiki í 17. sæti. Tottenham er í áttunda sæti með 13 stig.

Cole Palmer skorar sigurmark Chelsea.
Cole Palmer skorar sigurmark Chelsea. AFP/Justin Tallis

Chelsea hafði betur gegn Newcastle á heimavelli, 2:1. Nicolas Jackson kom Chelsea yfir á 18. mínútu en Alexander Isak jafnaði á 32. mínútu. Var staðan 1:1 fram að 47. mínútu er Cole Palmer skoraði sigurmarkið.

Chelsea er í fjórða sæti með 17 stig. Newcastle er í 12. sæti með 12.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka