Fyrirliðinn þakkar ten Hag fyrir

Bruno Fernandes ásamt Erik ten Hag.
Bruno Fernandes ásamt Erik ten Hag. AFP/Paul Ellis

Fyrirliðinn Bruno Fernandes þakkaði Hollendingnum Erik ten Hag fyrir hans störf sem knattspyrnustjóri karlaliðs Manchester United. 

Ten Hag var rekinn fyrr í dag eftir afleita byrjun á tímabilinu hjá liðinu sem situr í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 11 stig. 

Hollendingurinn vann hins vegar tvo bikara hjá United og vonar Fernandes að stuðningsmenn muni frekar minnast hans fyrir það heldur en síðustu vikur. 

„Takk fyrir allt stjóri. Ég kann að meta traustið og stundirnar sem við áttum saman, ég óska þér alls hins besta í framtíðinni. 

Jafnvel þótt að síðustu vikur hafi verið erfiðar, þá vona ég að stuðningsmenn minnist þín frekar fyrir það góða sem gerðist á tíma þínum hér,“ skrifaði fyrirliðinn á Instagram. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert