Hver tekur við Manchester United?

Ruud van Nistelrooy, Gareth Southgate, Xavi og Thomas Frank.
Ruud van Nistelrooy, Gareth Southgate, Xavi og Thomas Frank. Ljósmynd/Samsett

Erik ten Hag var látinn taka pokann sinn sem knattspyrnustjóri karlaliðs Manchester United í dag. Ruud van Nistelrooy, sem var aðstoðarþjálfari ten Hags, hefur verið ráðinn stjóri liðsins til bráðabirgða.

Af því leiða óumflýjanlega vangaveltur um hver taki við starfinu til frambúðar.

Veðbankar á Englandi hafa haft hraðar hendur og meta það sem svo að líklegast sé að van Nistelrooy verði ráðinn nýr knattspyrnustjóri Man. United.

Ruud van Nistelrooy er tekinn við sem bráðabirgðastjóri.
Ruud van Nistelrooy er tekinn við sem bráðabirgðastjóri. AFP/Glyn Kirk

Áður en hann tók við sem aðstoðarþjálfari hjá liðinu náði hann fínum árangri með PSV Eindhoven í Hollandi þar sem liðið varð til að mynda bikarmeistari árið 2023.

Samkvæmt enskum veðbönkum er Gareth Southgate, sem hætti með enska landsliðið í sumar, næstlíklegastur.

Listi yfir þá sem þykja líklegastir að taka við Man. United skv. veðbönkum á Englandi:

Ruud van Nistelrooy - 1/2
Gareth Southgate - 7/2
Rúben Amorim - 7/2
Thomas Frank - 5/1
Graham Potter - 7/1
Michael Carrick - 7/1
Xavi - 9/1
Kieran McKenna - 12/1
Edin Terzic - 14/1

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert