United-menn mörgum mánuðum of seinir

Erik ten Hag var rekinn fyrr í dag.
Erik ten Hag var rekinn fyrr í dag. AFP/Justin Tallis

Manchester United rak Erik ten Hag, knattspyrnustjóra karlaliðsins, fyrr í dag en margir vilja meina að það hafi verið mörgum mánuðum of seint. 

Einn þeirra er Phil McNulty, reyndur knattspyrnufréttamaður hjá breska ríkisútvarpinu BBC. 

Hann vill meina að Manchester United hafi tekið rétta ákvörðun með að reka ten Hag, en að hún komi mörgum mánuðum of seint. 

„Þegar félög byrja að tala við aðra stjóra, eins og Manchester United augljóslega gerði, þá hafa þau ekki fulla trú á núverandi stjóra. 

Ten Hag er klassískt dæmi um það. Forráðamenn félagsins héldu honum ekki bara of lengi heldur leyfðu honum einnig að kaupa fleiri leikmenn sem hann þekkti, þrátt fyrir að saga hans þar sé ekki góð. 

Þetta hefur verið listi af vitlausum ákvörðunum hjá Manchester United,“ skrifaði McNutlty.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert