Eiður Smári: Það er eitt stórt spurningamerki

„Ég get ekki séð að um sé að ræða augljós mistök dómarans,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen í Vellinum á Síminn Sport þegar rætt var um vítaspyrnuna sem West Ham fékk í uppbótartíma í leik liðsins gegn Manchester United í 9. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á sunnudaginn.

Leiknum lauk með sigri West Ham, 2:1, en Jarrod Bowen skoraði úr spyrnunni og tryggði West Ham dýrmætan sigur á lokamínútum leiksins.

„Það er eitt stórt spurningamerki af hverju Michael Oliver er að senda dómarann í skjáinn,“ sagði Eiður Smári.

„Ég held að hann sé ennþá að efast um þetta atvik og fyrir utan það er þetta aldrei víti fyrir mér,“ sagði Eiður Smári meðal annars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka