Hákoni hent á bekkinn

Brentford er komið í átta liða úrslit.
Brentford er komið í átta liða úrslit. AFP/Oli Scarff

Brentford tryggði sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum enska deildabikarsins í fótbolta með sigri á Sheffield Wednesday úr B-deildinni á heimavelli.

Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1:1. Kevin Schade kom Brentford yfir á 11. mínútu en Djeidi Gassama jafnaði á 57. mínútu. Réðust úrslitin því í vítakeppni, þar sem Brentford vann 5:4.

Hákon Rafn Valdimarsson hefur varið mark Brentford í keppninni til þessa en honum var hent á bekkinn í kvöld.

Southampton er einnig komið áfram eftir sigur á Stoke úr B-deildinni, 3:2, á  heimavelli. Taylor Harwood-Bellis og Adam Armstrong komu Southampton í 2:0 en Ashley Phillips og Thomas Cannon svöruðu fyrir Stoke.

Southampton átti hins vegar lokaorðið því James Bree skoraði sigurmarkið á 88. mínútu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka