Willum magnaður á Englandi

Willum Þór Willumsson lagði upp þrjú mörk.
Willum Þór Willumsson lagði upp þrjú mörk. Eyþór

Willum Þór Willumsson átti sannkallaðan stórleik fyrir Birmingham er liðið valtaði yfir U21 árs lið Fulham í neðrideildabikars enska fótboltans í kvöld. Urðu lokatölur 7:1.

Willum lék fyrstu 60 mínúturnar og nýtti þær afar vel, því hann lagði upp þrjú mörk. Alfons Sampsted lék allan leikinn með Birmingham og lagði upp eitt mark.

Birmingham vann riðilinn og fer því áfram í útsláttarkeppnina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka