Eyddi mynd af sér í „blackface“-gervi

Ruud van Nistelrooy.
Ruud van Nistelrooy. AFP/Glyn Kirk

Ruud van Nistelrooy, bráðabirgðastjóri Manchester United, eyddi á mánudag mynd af sér í „blackface“-gervi, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hann var tilkynntur sem nýr bráðabirgðastjóri enska knattspyrnufélagsins.

Myndina sem um ræðir birti Hollendingurinn á Instagram-aðgangi sínum fyrir 11 árum í tilefni þess að van Nistelrooy tók þátt í hátíð konunganna þriggja á Marbella á Spáni.

Hann var þá klæddur sem konungurinn Baltasar frá Miðausturlöndum og hafði málað andlit sitt dökkbrúnt.

Þegar van Nistelrooy birti myndina upphaflega var hann gagnrýndur harðlega fyrir að vera í „blackface“-gervi, það væri til marks um kynþáttafordóma og væri óviðeigandi, en ákvað hins vegar ekki að eyða myndinni fyrr en á mánudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka