Margrét Lára hrósaði Eiði Smára: „Vel athugað!“

„Ég er nokkuð viss um það að ef að dómarinn hefði verið sendur í skjáinn þá hefði þetta hæglega getað verið rautt spjald,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen í Vellinum á Símanum Sport þegar rætt var um stórleik Arsenal og Liverpool 9. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í Lundúnum á sunnudaginn.

Leiknum lauk með 2:2-jafntefli en Virgil van Dijk var heppinn að vera ekki rekinn af velli snemma leiks að mati Eiðs Smára.

„Boltinn er löngu farinn og hann danglar í hann með löppinni,“ sagði Eiður Smári.

„Ég er sammála Eiði. Þetta jaðrar við rauðu spjaldi. Vel athugað!,“ sagði Margrét Lára meðal annars og tók undir með samstarfsmanni sínum í myndverinu.

Virgil van Dijk.
Virgil van Dijk. AFP/Adrian Dennis
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka