Tottenham sló meistarana úr leik

Archie Gray úr Tottenham og Matheus Nunes úr Manchester City …
Archie Gray úr Tottenham og Matheus Nunes úr Manchester City eigast við í kvöld. AFP/Benjamin Cremel

Tottenham hafði betur gegn Englandsmeisturum Manchester City, 2:1, á heimavelli í 16-liða úrslitum enska deildabikarsins í fótbolta í kvöld.

Timo Werner kom Tottenham yfir á 5. mínútu og 20 mínútum síðar bætti Pape Sarr við öðru marki heimamanna.  

Matheus Nunes minnkaði muninn fyrir City í uppbótartíma fyrri hálfleiks, en fleiri urðu mörkin ekki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka