Guardiola: Erum í miklum vandræðum

Pep Guardiola áhyggjufullur á hliðarlínunni.
Pep Guardiola áhyggjufullur á hliðarlínunni. AFP/Oli Scarff

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir liðið eiga í miklum meiðslavandræðum um þessar mundir.

Man. City tapaði 2:1 fyrir Tottenham Hotspur í 16-liða úrslitum enska deildabikarsins í gærkvöldi þar sem Savinho var borinn af velli eftir að hafa meiðst á ökkla og Rúben Dias var tekinn út af í hálfleik.

„Við erum með 13 leikmenn sem eru heilir, við eigum í miklum vandræðum. Leikmennirnir sem spila ljúka flestum leikjum með einhver vandamál og við sjáum hvernig þeim tekst að jafna sig.

Ég tel okkur vera í vandræðum því á níu árum höfum við aldrei verið í svona aðstæðum með svona mörg meiðsli. Leikmennirnir taka skref fram á við, enn samheldnari en áður, og við munum reyna að gera þetta í þessari viku þó við höfum mjög skamman tíma fyrir endurheimt.

Á morgun erum við með tvo markverði og Erling Haaland á æfingu. Hvað það sem eftir er varðar erum við ekki með neitt meira,“ sagði Guardiola á fréttamannafundi eftir leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka