Enska knattspyrnufélagið Liverpool hefur sett 75 einstaklinga í ævilangt bann og 136 til viðbótar í ótímabundið bann frá leikjum vegna miðasölusvindls. 100.000 aðgöngum á samfélagsmiðlum hefur verið lokað af lögreglu í tengslum við svindlið.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar sem greint er frá því að 5.670 aðgangar til viðbótar séu nú til rannsóknar hjá lögreglunni í Merseyside.
Langstærstur hluti þeirra sem fengu lífstíðarbann eða ótímabundið bann fengu þeir fyrir ólöglega sölu ársmiða, félagsaðildar eða VIP-miða.
Fer það gegn reglum Liverpool, sem hefur enga þolinmæði fyrir miðasölusvindli.